Orsök og afleiðingar fótameina

30 Nóv Orsök og afleiðingar fótameina

Krepptar tær
Krepptar tær geta orðið stífar í liðunum (hamartær), þá minnkar blóðflæði fram í tær og í táberg

Bolgið hold
Holdið bólgnar fremst á krepptum tánum og ofan á liðum, eymsli, roði, hörð húð og líkþorn verða til á álagssvæðum

Sýking
Þegar tær fara of langt fram í skóinn verða neglurnar fyrir endurteknu höggi, blóð kemur undir neglurnar og þær þykkna, gulna og verða illa lyktandi – komin er kjöraðstaða fyrir sýkingu

Sveppir vírusar og bakteríur
Sveppir vírusar og bakteríur dafna vel í hita, svita og raka. Örverur setjast oft að undir nöglum, milli tánna og undir hælana – þá harðna þeir og sprynga

Hörð húð og líkþorn
Ef nögl vex inn í holdið, sem oft gerist þegar skórinn kreppir að, þá bólgnar holdið í kringum nöglina sem verður mjög aumt og er þá stutt í sýkingu. Oft kemur hörð húð eða líkþorn í naglafalsið

Táberg fellur niður
Táberg fellur niður ef ekki er pláss fyrir fótinn í skónum eða hælarnir eru of háir. Hörð húð kemur undir táberg vegna þrýstings og núnings. Líkþorn myndast eða taug klemmist (mortons)

Halux valgus
Ein af orsökum skekkju í stórutá (Halux valgus) er að táin skekkist í grunnliðnum vegna þrengsla inni í skónum. Það er sársaukafullt tímabil hjá flestum þegar liðurinn er að skekkjast. Algengt er að verkjum linni ekki fyrr en táliðurinn er orðinn slitinn og stífur. Sama ástand gerist við litlu tá (5.tá)
Smelltu hér til að sjá stuðningsvörur gegn fótameinum