Greining á fótameinum

30 Nóv Greining á fótameinum

Það eru margir sem kenna til í fótunum en vilja ekki láta vita af því. Við þurfum því að hafa augun opin og huga að okkar nánustu. Það eru ýmis ráð sem að við getum beitt á auðveldan hátt:

  • Við getum séð hvort fótunum sé beitt rangt og hvort skjólstæðingur eigi jafnvel erfitt með að stíga niður fæti
  • Verkir eru til staðar í fótunum þegar skjólstæðingur er spurður
  • Verkir sem leiða upp í bak, mjóbak, mjaðmir, hné, kálfa og ökkla koma oft frá fótum
  • Neglur þykkna og jafnvel gulna
  • Vanhirtar neglur eru skaðlegar og jafnvel skera sig niður í holdið og særa
  • Mikil vanlíðan fylgir inn- og niðurgrónum nöglum
  • Ef tærnar eru krepptar í liðunum er blóðflæðið í tánum ekki næjanlegt, en þá er stutt i eymsli og sár. Oft fylgir aumt og niður fallið táberg
  • Líkþorn og þykkildi eru vart umflúin á álagsstöðum ef ekkert er að gert
  • Skjólstæðingur er oft dapur og vill bara vera heima
  • Fjölskyldan veltir fyrir sér félagslegri einangrun
  • Spurðu skjólstæðing þinn um líðan í fótunum?
  • Fáðu að skoða fæturna
  • Tryggðu þínum ættingja eða vini viðeigandi meðferð hjá fótaaðgerðafræðingi eða lækni

Rangt val á skóm er aðal orsök fótameina – sömuleiðis ef skórnir eru of slitnir, stuttir, þröngir, harðir, háir og of mjóir.

Hér getur þú skoðað úrval af góðum skóm