30 Nóv Þrengsli í skóm

Margir minnast þess að hafa notað of stutta og of þrönga skó með slæmum afleiðingum. Því miður nota alltof margir ennþá slíkan skófatnað. Fætur taka breytingum í gegnum lífið eins og aðrir líkamshlutar, holdið verður viðkvæmara og ef liðir eru skakkir er núningur frá skóm og nærliggjandi tám óþolandi. Hjá flestum eru fætur enn að vaxa fram á fullorðinsár, fætur taka miklum breytingum af ólíkum ástæðum. Þess vegna þurfum við að velja réttan fótabúnað og getum ekki notað sömu skóstærðina allt lífið.